Um Axent
Axent er túlka- og þýðingaþjónusta sem hefur úr að velja fjölmörgum þaulvönum túlkum frá öllum löndum með vald á öllum tungumálum. Einnig erum við með þýðendur á öllum tungumálum. Gott aðgengi að slíkri þjónustu er mjög mikilvægt í samfélaginu. Okkar ætlun og hlutverk er að auka það. Áhersla okkar er á faglega þjónustu, einföld og skýr boðskipti, kurteisi og virðingu.
Axent túlka- og þýðingaþjónusta
Fjölmenning er sífellt stærri hluti af okkar samfélagi og með henni hefur þörfin á vandaðri túlkaþjónustu stórlega aukist. Rétt og góð túlkun er mjög mikilvæg á mörgum sviðum og getur skipt sköpum við úrlausn mála, þegar tekin eru viðtöl við nýtt starfsfólk, á fræðslufundum eða ráðstefnum, svo eitthvað sé nefnt. Í ákveðnum tilvikum er Íslenska ríkinu skylt að útvega túlka.
Samskipti túlks og skjólstæðings skulu vera byggð á trausti, virðingu og fordómaleysi. Trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, uppruni eða húðlitur hefur ekki áhrif á faglegan grunn okkar. Túlkar frá Axent fá þjálfun og leiðbeiningar um siðareglur, framkomu og samskipti.
Þýðingar eru mikilvægar á ritmáli, hvort sem það er í viðskiptumhverfi nútímans eða innan stofnana ríkis- og sveitarfélaga. Axent hefur innan sinna raða góðan hóp þýðenda með mikla rit- og talfærni. Skýrlsluvinna og skjalagerð er eitt af okkar viðfangsefnum.
Aðilar sem nýtt geta þjónustu Axent eru t.d. ríkisstofnanir, sveitarfélög, heilbrigðisgeirinn, skólar, söfn, kirkjur, réttarkerfið, lögreglan, lögmenn, fyrirtæki, einkaaðilar o.fl.